Leiðandi í nýtingu myndgreiningar til eftirlits og innheimtu gjalda vegna bílastæða, svæða eða bílahúsa.
Smart Access er heilstætt eftirlits- og innheimtukerfi sem skráir komu og viðveru bifreiða og nýtir nýjar greiðslulausnir og sjálfvirkni í gjaldtöku og eykur þannig bæði flæði og skilvirkni svæða. Kerfið gefur sömuleiðis greinargóðar rauntímaupplýsingar um notkun og álag svæðisins ásamt upplýsingar um tekjur og stöðu innheimtu.
Óþrjótandi möguleikar með myndgreiningu til greiningar á flæði ökutækja, fólks eða hvaða hluta sem er til aukinnar sjálfvirkni og/eða gagnaöflunar.
Dæmi um umferðargreiningu sem framkvæmd varí Hafnarfirði 2019 fyrir Vegagerðina.
Að okkar mati lang skemmtilegast appið til að greiða fyrir stæði & svæði – og það er ókeypis!
PARKA er þjónusta fyrir einstaklinga, ferðamenn og fyrirtæki sem auðveldar greiðslur fyrir bílastæði og tengda þjónustu.
PARKA einfaldar notkun með því að nýta kort og teikna inn greiðslusvæði. PARKA man staðsetninguna þína og getur sent þér áminningar um að skrá þig úr stæði.