Select Page

Computer Vision ehf hefur hafið rekstur innheimtu fyrir gjaldskyld bílastæði fyrir Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Sjálfvirk innheimta Computer Vision ehf. byggir á Smart Access kerfi félagsins sem hefur verið í þróun síðustu ár. Myndavélar eru tengdar við Snjall-Aðgangs kerfið (e. Smart Access) sem notar gervigreindartækni til greiningar á gögnum og sérhannaður hugbúnaður sér svo um skráningu og innheimtu. Eigandi ökutækis ber ábyrgð á að þjónustugjöld eru greidd samkvæmt gjaldskrá þjóðgarðsins. Greiði viðkomandi ekki innan ákveðins tímaramma í greiðsluvél í þjónustumiðstöð, heimasíðu eða síma appi stofnast krafa á eiganda ökutækis í heimabanka viðkomandi.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er annar þjóðgarðurinn sem hefur innleitt Snjall Aðgangs kerfið en Vatnajökulsþjóðgarður hefur nýtt sér kerfið í tæpt eitt ár. Viðskiptavinir þjóðgarðanna geta greitt á staðnum í greiðsluvélum eða á www.myparking.is. Ferðaþjónustuaðilar sem eru forskráðir í kerfið fá aðgang að sinni notkun og reikningum á einum stað.

Snjall Aðgangs kerfið hefur mikið hagræði í för með sér við rekstur þjóðgarðanna þar sem sjálfvirknin lágmarkar vinnu starfsfólks þjóðgarðanna. Sömuleiðis veitir kerfið rauntímaupplýsingar um nýtingu svæða og geymir söguleg gögn til frekari greiningar eins og álag innan dags, samanburði milli vikna og svo framvegis. Þar að auki hjálpar kerfið þjóðgörðunum að verða við aukinni kröfu um öryggisgæslu eins og ef um náttúruhamfarir er að ræða eða annað.

 

Frá undirritun; Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður og Ársæll Baldursson, framkv.stjóri CV