Select Page

Umferðar- & flæðisgreining

Computer Vision hefur með myndgreiningu sinni þróað verkfæri og verkferla til greiningar á flæði á fjöblreyttri tegund umferð um ólík svæði. Með uppsetningu stakra eða með neti af myndavélum má framkvæma ítarlegar greiningar en um leið tryggt persónuvernd með öruggu verklagi og ábyrgri framkvæmd.

Samsetning ökutækja

Með númeralestri má fletta upp í ökutækjaskrá gerðum ökutækja og greina þannig samsetningu þeirra sem aka um svæðið. Einnig má framkvæma slíka greiningu án uppflettinga úr ökutækjaskrá og þá með þjálfuðum módelum sem þekkja ólíkar gerðir ökutækja í sundur og þannig flokkað mikið magn umferðar án mikils tilkostnaðar.

Mengun & co2 gildi

Með greiningu á tegundum ökutækja má áætla mengun hennar um svæði, hvort sem er til frekari ákvarðanatöku um takmarkanir, gjaldtöku eða einfaldlega til upplýstrar umræðu um áhrif umferðar á svæði.

Upprunagreining

Í ökutækjaskrá má finna uppruna ökutækis og í samstarfi við ökutækjaskrá framkvæma upprunagreiningu þeirra sem aka um svæði. Fyllsta öryggis er gætt vegna persónuverndar og upplýssingar um einstaklinga og kennitölur eru aldrei meðhöndlaðar í ferlinu.

Flæði umferðar

Með uppsetningu tveggja eða fleiri myndavéla eða einstakra myndavéla á gatnamótum má greina flæði umferðar í gegnum svæði. Með greiningu í skemmri eða lengri tíma má greina áhrifaþætti s.s. veður, tíma og dagamun eða sérstakra viðburða á umferð.

Fjöldi & flæði fólkls

Tengja má myndgreiningu Computer Vision við þegar uppsettar eftirlitsmyndavélar eða með uppsetningu nýrra véla til greiningar á fjöllda eða flæði fólks í gegnum skilgreind svæði. 

Fáðu kynningu

Möguleikarnir eru óþrjótandi í nýtingu myndgreiningar svo endilega sendu okkur línu ef þú ert með vangaveltur um möguleg verkefni þar sem myndgreining gæti létt undir eða aukið virði með ríkari upplýsingum.