Select Page

CarTrack eftirlitskerfi

CarTrack kerfið greinir bílnúmer og getur þannig staðsett bifreiðar í tíma. Kerfið getur tengst fjölda myndavéla á sama tíma og unnið myndgreiningu í rauntíma. CarTrack kerfið vinnur með MyParking -eftirlits og innheimtu kerfinu t.d til innheimtu bílastæðagjalda.

Tæknibúnaður, öryggi og verklagsreglur

Myndavélar

Computer Vision hefur valið að vinna með Smart Cam myndavélar frá ungverska framleiðandanum ARH. ARH er öflugur framleiðandi með gæða vörur sem hafa verið í notkun á Íslandi um árabil. ARH vélarnar eru hannað með að markmiði að öflugur bakendabúnaður tengist þeim sem greinir þá „viðburði“ sem vélarnar mynda. Reynslan hefur sýnt að CarTrack kerfið vinnur vel með vélunum frá ARH . Computer Vision er einnig tilbúið að tengja CarTrack búnaðinn við vélar frá öðrum myndavélaframleiðendum.

ARH vélarnar:

  • Greinir í öllum veðrum, innrauður geisli.
  • Les í gegnum snjó.
  • Greinir á nóttu og degi.
  • Besta staðsetning vélar 7m hæð yfir akvegi.
  • Greiningarfjarlægð 3 – 20m.
  • 30 rammar á sekúndu.
  • Greinir númer á allt 255km. hraða á klst.
  • Greinir nokkrar akreinar.
  • Hraðaeftirlit.
  • Umferðarstjórnun.

Öryggi og verklagsreglur

Hjá Computer Vision er öll áhersla lögð á öryggismál og gagnaflutningar eiga sér aldrei stað ódulkóðað. Með staðbundnu kerfi er einnig tækifæri til að hafa gagnaflutninga einangraða á einkaneti þar sem ekki þarf að tengjast skýinu. Sömuleiðis er reynsla innan teymisins á meðferð viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga. Eðlilegt er að útbúa verklagsreglur er snúa að rekstri og samskiptum við samningsaðila. Meðferð og notkun gagna úr eftirlitsmyndavélum skal ávallt vera í samræmi við lög um persónuvernd