Select Page

CarTrack eftirlitskerfi

CarTrack kerfið greinir bílnúmer og getur þannig staðsett bifreiðar í tíma. Kerfið getur tengst fjölda myndavéla á sama tíma og unnið myndgreiningu í rauntíma. CarTrack kerfið vinnur með MyParking -eftirlits og innheimtu kerfinu t.d til innheimtu bílastæðagjalda.

Kerfislýsing og þjónusta

chartCarTrack kerfið er byggt upp með sjálfstæðum einingum sem vinna saman með gögn á rauntíma, tafir á gögnum eru þá eingöngu háðar nettengingum milli myndavéla og kerfis. Kerfið er sveigjanlegt og hannað með samtengjanleika kerfa í huga, með API þjónustum og aðgengileika fyrir skýrslur og stjórnun. CarTrack kerfið byggir á viðurkenndri tækni og bestu tól valin fyrir hvert verkefni. Kerfið er hannað fyrir AWS þjónustur ásamt django umhverfinu til að sýna og afhenda gögn. Í sinni einföldustu mynd er CarTrack kerfið Python API þjónusta með léttu vefviðmóti og því skalanlegt fyrir “appþróun” og annað. Þannig geta sérlausnir verið unnar m.a. fyrir starfsmenn/eftirlitsmenn/löggæslumenn á vettvangi sem þurfa gögn úr kerfinu eða tengjast því en slíkt er þróað að beiðni og í samræmi við þarfir viðskiptavinar.  

Þjónusta við viðskiptavini

Computer Vision býður viðskiptavinum sínum:

  • Uppsetningu og innleiðingu kerfis
  • Viðhald og eftirlit
  • Þjónusta við myndavélar
  • Vöktun kerfis
  • Gæðaeftirlit (sniðið að kröfu viðskiptavinar)
  • Þróun sérlausna
  • Greiningu myndefnis úr öðrum kerfum
  • Tenging við einföld eftirlitskerfi  

Tæknistakkur

Kjarni CarTrack kerfisins er byggður á Python og django. Við erum að nota bootstrap, jQuery og nokkur JS söfn í framenda, þar á meðal Flot. Gagnagrunnurinn er Postgres RDS grunnur og við notum django-rest-frameword fyrir REST API þjónustur. Við notum SQS biðröð til að afhenda gögnin til vefþjónsins og fáum gögn á rauntíma. Client megin notum við ARH myndavélar og  Raspberry pi til að tryggja öryggi gagnaflutninga. Öll gögn eru geymd í S3 með útgáfustýringu og aðgangsstýringu eða á staðbundnum vélbúnaði þar sem við á.

Staðbundin útgáfa

Þar sem kerfið er uppsett í Django og á Postgres gagnagrunni er hægt að setja kerfið upp á eigin staðbundnum vélbúnaði og keyra þannig einangrað frá netinu. Myndavélar eru þá tengdar yfir dulkóðaðar tengingar sem tryggja öryggi gagna inn í kerfið og aðgangsstýring að kerfinu tryggir allt aðgengi að því. Þessi lausn er ekki háð notkun AWS kerfisins en í þeim tilfellum þarf að setja upp vélbúnað til rekstrar og tryggja aðgengi Computer Vision að þeim búnaði við uppsetningu og þjónustu.

Sérkröfur og framtíðin

Viðburðadrifin högun bíður upp á fjölmarga möguleika til að aðlaga kerfið eftir viðskiptavinum. Computer Vision er nú þegar að vinna í gjaldheimtulausn með almennum möguleikum sem byggja á viðræðum við mögulega viðskiptavini. Kerfið er hannað fyrir aðgangsstýringu, eftirlit, greiningar, skýrslur og gjaldheimtu en það eru fjölmargir aðrir möguleikar. Möguleikar á tengingum við ýmsan búnað eins og skynjara, umferðarljós og sjálfvirk hlið. Það er auðvelt að tengja slíkan búnað þar sem kerfið er viðburðadrifið.

Myndgreining

Computer Vision leggur áherslu á frekari þróun myndgreiningar til að gera myndefnið ríkara af upplýsingum. Með nýtingu gagna frá myndavélum og tensorflow tauganetum (artificial neural networks) til myndgreiningar lærir kerfið betur á myndefni sem berst inn í kerfið. Kerfið getur þannig greint jaðartilfelli (e. outliers) og sem dæmi borið saman myndefni við skráningu úr bifreiðaskrá.