Select Page

Hvað eru margir í versluninni þinni?

Talning á fólki

Dæmi um einfalda nýtingu myndgreiningar er að telja fjölda fólks sem sjást í eftirlitsmyndavélum. Þannig má með einföldum hætti tengja saman eftirlitskerfi sem þegar er til staðar í verslunum við myndgreiningarkerfi og skila áætluðum fjölda einstaklinga sem sjást í mynd hverju sinni.

Þannig má einfalda eftirlit með fjölda einstaklinga í verslun hverju sinni, jafnvel með sjálfvirkum hætti loka hurðum og takmarka inngöngu þar til fjöldi er kominn niður fyrir leyfilegt hámark aftur.

Frekari greiningar

Með þjálfuðu myndgreiningarmódeli má kenna kerfinu einnig að áætla hvort viðeigandi einstaklingur sé með grímu og þannig gefa út tilkynningu ef einstaklingur er að brjóta grímuskyldu verslunarinnar.