Select Page

Vodafone hefur samið við Computer Vision um að nýta sjálfvirkt eftirlits- og innheimtukerfið myparking.is til greiningar á umferð og síðar mögulegri innheimtu bílastæðagjalda við nýtt bílahús Vodafone og aðliggjandi fyrirtækja við Suðurlandsbraut 8-10.  Samhliða uppsetningunni mun Computer Vision gefa út snallforrit til að starfsmenn Vodafone geti skráð bíla sína í stæði og eða séð hver notkunin er hverju sinni. Kerfið er hluti af svokölluðum “smart office” lausnum sem fyrirtækið er að hanna og þróa í samvinnu við Vodafone.