Select Page

CarTrack eftirlitskerfi

CarTrack kerfið greinir bílnúmer og getur þannig staðsett bifreiðar í tíma. Kerfið getur tengst fjölda myndavéla á sama tíma og unnið myndgreiningu í rauntíma. CarTrack kerfið vinnur með MyParking -eftirlits og innheimtu kerfinu t.d til innheimtu bílastæðagjalda.

Computer Vision ehf. hefur á árinu 2016 hannað og smíðað kerfi sem safnar gögnum frá myndavélum sem greina bílnúmer og gert gögnin aðgengilegri til hvers kyns greiningar ásamt því að gögnin eru notuð til að “kenna” hugbúnaði að greina efni í öðrum myndastraum. Félagið hefur þróað kerfin CarTrack sem er eftirlitskerfi og MyParking kerfið sem er til eftirlits og innheimtu bílastæðagjalda.

CarTrack kerfið er í notkun hjá Sorpu og þá er Vatnajökulsþjóðgarður og Reykjanes Aurora að setja upp MyParking kerfi hjá sér til eftirlits og innheimtu bílastæðagjalda.  

CarTrack kerfið greinir bílnúmer og getur þannig staðsett bifreiðar í tíma. Kerfið getur tengst fjölda myndavéla á sama tíma og unnið myndgreiningu í rauntíma. Viðskiptavinir sem nýta sér CarTrack kerfið geta þannig strax séð ferðir bifreiðar sem bílnúmer hafa komið fram í kerfinu. CarTrack kerfið tengist bifreiðaskrá og því allar upplýsingar um viðkomandi bifreið strax komnar fram. Myndavélar sem Computer Vision notar eru öflugar og verið í notkun hérlendis um árabil.

cartrack_imageMeð CarTrack eftirlitskerfinu er hægt að

 • Fletta upp bílnúmeri í rauntíma
 • Tengjast bifreiðaskrá og sækja upplýsingar um viðkomandi bifreið.
 • Sjá staðsetningu bíls í tímaröð
 • Greina dvalartíma bifreiðar
 • Gert viðvart þegar ákveðið bílnúmer kemur fyrir
  • Aðrar mögulegar tilkynningar gætu verið t.d. ef ökutæki er án tryggingar.
 • Greint ferðamynstur bílnúmers.
 • Greina ferðamynstur umferðar
 • Getur unnið samhliða úr gögnum frá mörgum myndavélum.

CarTrack kerfið er í grunninn viðburðadrifið þar sem viðburður er vistaður í grunn þegar bíll birtist í mynd. Myndin og upplýsingar viðburðar eru þannig um leið aðgengilegar í þ.t.g. viðmóti svo aðgengi að gögnum gerist í rauntíma.  

 • CarTrack kerfið er þegar í notkun og tilbúið til uppsetningar hjá nýjum viðskiptavinum með skömmum fyrirvara.
 • CarTrack eftirlitskerfið nýtir viðurkenndar myndavélar frá ARH tækni framleiðandanum i Ungverjalandi. Vélar frá þeim framleiðanda hafa verið notaðar um árabil á Íslandi og reynst vel, m.a. í Hvalfjarðargöngum (sjá tæknilýsingu myndavéla). Vélarnar tengjast CarTrack kerfinu sem vinnur frekari greiningu á bílnúmerunum sem vélarnar mynda. CarTrack kerfið getur einnig unnið með vélum frá öðrum framleiðendum. Nýjar vélar þarfnast ákveðins prófunartíma áður en kerfið er tengt þeim.
 • Með CarTrack kerfinu getur Computer Vision unnið með viðskiptavinum sínum og tekið við öðru myndefni og sett inn í kerfið og greint bílnúmer og alla þá þætti sem kerfið ræður við. Þannig getur myndefni úr öðrum eftirlitskerfum/vélum verið greint með CarTrack kerfinu og stóraukið umfang eftirlits og hraðað greiningu/rannsókn á myndefni sem nær yfir langan tíma.
 • Computer Vision vinnur að frekari þróun greiningarhugbúnaðar síns þannig að CarTrack kerfið geti unnið númeragreiningu óháð tæknilegri getu myndavéla. Með tækni sem nýtir gervigreind byggir kerfið upp þekkingu á bílnúmerum úr videostreymi myndavéla. Stefnt er að því að viðskiptavinir Computer Vision geti byrjað að nýta þessa tækni til reynslu fyrir mitt ár 2017. Kostnaður við bílnúmereftirlit mun þá væntanlega lækka þar sem einfaldari myndavélar geta þá nýst. Þannig munu hefðbundnar eftirlitsmyndavélar og annað myndefni sem tengist CarTrack kerfinu aukið umfang eftirlits stórlega á einfaldan hátt. Sömuleiðis opnast þá enn frekari möguleikar á greiningu eins og að greina tegund bíls og þannig er t.d. Hægt að sjá hvort að bifreið sé með réttar númeraplötur o.fl. (stolnar plötur) og greint ótryggðar bifreiðar.